Nokkrum stuðningsmönnum Dinamo Zagreb var hent út af Origo-vellinum að Hlíðarenda í gær þegar liðið mætti þar Val í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt örygisgæslu á vellinum bannar UEFA stuðningsmenn gestaliða í keppninni af sóttvarnarástæðum.
Þegar Dinamo Zagreb komst yfir í fyrri hálfleiknum heyrðist vel í stuðningsmönnnum og gæslan tók þá til sinna ráða og eftir smá vandræði tókst að telja þá á að fara út en á sama tíma mætti lögregla á svæðið.
Stuðningsmennirnir fóru reyndar ekki langt því þeir fóru upp að gömlu Keiluhöllinni þar sem þeir flögguðu fána sínum og sáu leikinn allt þar til í lokin þegar þeir klifruðu upp á steyptan kant fyrir aftan markið. Myndir fylgja fréttinni að neðan.
Athugasemdir