
Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur verið kölluð upp í A-landslið kvenna sem tekur núna þátt á Evrópumótinu.
Telma Ívarsdóttir er meidd og kemur Íris Dögg inn í hennar stað fyrir lokaleik riðilsins gegn Frakklandi.
Hún er fimmti markvörðurinn sem kemur inn í íslenska hópinn á þessu móti því Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist í síðustu viku og kom Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving inn fyrir hana.
Þetta er í fyrsta sinn sem Íris er valin í A-landsliðið og er það ekkert smá verkefni sem hún mun taka þátt; hún mun vera ein af tveimur markvörðum sem er til taks fyrir Söndru Sigurðardóttur á sjálfu Evrópumótinu.
Íris, sem verður 33 ára, seinna á árinu hefur komið víða við á ferli sínum en hefur undanfarin ár leikið mjög vel með Þrótti í Bestu deildinni.
Fjölgar í mæðrahópnum
Það hefur verið vel fjallað um það að Ísland sé með flestar mæður í sínum hóp á EM, eða fimm talsins. Núna eru þær orðnar sex því Íris Dögg er tveggja barna móðir. Miklar fyrirmyndar þarna á ferðinni, svo sannarlega.
Athugasemdir