Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   sun 14. júlí 2024 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Besti leikmaðurinn hrósaði Palmer í hástert - „Verður stórstjarna á næstu árum“
Mynd: EPA
Rodri, besti leikmaður Evrópumótsins, hrósaði enska leikmanninum Cole Palmer í hástert eftir 2-1 sigurinn á Englandi í úrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Palmer fékk ekki margar mínútur á mótinu. Hann kom ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni en kom síðan inn af bekknum í hinum leikjunum.

Hann lagði upp sigurmarkið í undanúrslitum gegn Hollandi og gerði þá stórkostlegt mark í úrslitaleiknum í kvöld.

„Ég þekki þessa stráka. Cole Palmer er topp leikmaður og á eftir að verða stórstjarna á næstu árum,“ sagði Rodri í viðtali eftir leikinn, en þeir tveir voru liðsfélagar hjá Manchester City.

Rodri var sérstaklega ánægður eftir leikinn enda hans fyrsti stóri titill með spænska landsliðinu.

„Ímyndaðu þér hvað er framundan hjá okkur. Við erum svo ánægðir og erum núna komnir í sögubækurnar, en þetta endar ekki hér. Við höfum hæfileikaríka menn og munum halda áfram, en það er samt mikilvægt að fagna því sem við höfum afrekað,“ sagði Rodri í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner