Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 12:31
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Njarðvík 
Indriði Áki í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Indriði Áki er genginn í raðir Njarðvíkur.
Indriði Áki er genginn í raðir Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar var að sækja liðsstyrk.
Gunnar Heiðar var að sækja liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tilkynnti í morgun að Indriði Áki Þorláksson sé genginn í raðir félagsins en eins og Fótbolti.net sagði frá í gær hefur hann æft með liðinu undanfarið.

Indriði Áki tilkynnti síðastliðinn vetur að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna og við það tilefni sagðist hann hlakka til að taka sér loksins sumarfrí.

Indriði Áki er 28 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍA og sneri aftur til ÍA fyrir síðasta tímabil og hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni.

Hann hefur í 127 leikjum í næst efstu deild skorað sextán mörk.

Njarðvík er sem stendur í 2. sæti Lengjudeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Fjölnis og getur minnkað það forskot niður í fjögur stig með sigri á Dalvík í dag.

Það er auðvitað sterk Skagatenging við Njarðvík því þjálfari liðsins, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, er búsettur á Akranesi.

Indriði Áki semur við Njarðvík út tímabilið.
Athugasemdir
banner