Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Rodri fór meiddur af velli í hálfleik
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Rodri er farinn af velli í liði Spánverja gegn Englendingum í úrslitaleik Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Rodri, sem hefur verið einhver allra besti miðjumaður heims síðustu ár, var að glíma við meiðsli í fyrri hálfleiknum og var aðeins tímaspursmál hvenær hann færi af velli.

„Einn besti leikmaður liðsins, og einn besti leikmaður heims í sinni stöðu, þarf að fara af velli. Var haltrandi í lok fyrri hálfleiksins,“ sagði Elvar Geir í lýsingu sinni hér á Fótbolti.net.

Martin Zubimendi kom inn fyrir hann í hálfleik og til þessa virðist þetta ekki hafa haft mikil áhrif á leik Spánverja sem hafa verið stórkostlegir í byrjun síðari hálfleiks.

Nico Williams kom Spánverjum yfir og þá hafa þeir Dani Olmo, Williams og Morata verið líklegir til að bæta við öðru.
Athugasemdir
banner