Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Nico Williams koma Spánverjum í forystu - Yamal með stoðsendinguna
Mynd: Getty Images
Spánn er að vinna England 1-0 í úrslitaleik Evrópumótsins á Ólympíuleikvanginum í Berlín en það var kantmaðurinn Nico Williams sem skoraði markið eftir sendingu Lamine Yamal.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Spánverjar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skapa sér opin færi.

Strax í upphafi síðari hálfleiks tókst þeim að opna Englendinga. Yamal fékk boltann hægra megin við teiginn, sendi hann þvert inn á Williams sem setti boltann örugglega framhjá Jordan Pickford og í markið. Fjórða stoðsending Yamal á mótinu.

Þetta gæti verið vakning fyrir Englendinga sem þurfa yfirleitt að lenda marki undir til þess að koma sér í gang.


Athugasemdir
banner
banner
banner