Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 14. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum: Hefði verið sáttari ef FH hefði unnið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr bikarúrslitaleiknum.
Úr bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst þetta rosalega flottur fótboltaleikur," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir 0-0 jafntefli gegn Val í kvöld.

„Mér fannst þessi leikur hafa allt nema mörk. Niðurstaðan er líklega sanngjörn fyrir bæði lið, þau voru ekki að gefa mörg færi á sér. Það er ekkert heiglum hent að standast ágjöf Valsmanna svona á því hvernig róli þeir hafa verið á í mótinu. Því var ég gríðarlega ánægður með KR liðið mitt í dag," sagði Willum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Valur

Þrjú stig hefðu verið gríðarlega öflug fyrir KR í kvöld upp á Evrópubaráttu að gera.

„Við ætluðum sannarlega að ná í þessi þrjú stig, en þeir voru búnir að skipuleggja þetta mjög vel, eins og við. Þeir lokuðu á okkar færslur og við vissum að þetta yrði þannig bardagi."

„Mér fannst bæði lið spila frábæran fótbolta."

KR átti að mæta FH næstkomandi sunnudag, en leiknum var frestað vegna þátttöku FH í 4. umferð Evrópudeildarinnar. KR fær því hvíld líka. Willum var spurður út í það eftir leikinn í kvöld.

„Ég hefði auðvitað viljað fá þá þarna þreytta á milli, en á móti kemur þá viljum við allt fyrir Evrópuliðin gera og vonandi nýta þeir hvíldina vel og slá þetta Braga lið út."

Fyrst viðtalið var komið út á Evrópunótur var Willum spurður út í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Þar vann ÍBV sigur á FH, en það gerir KR-ingum erfiðara fyrir í baráttunni um Evrópusæti.

„Hálf ættin er í Vestmannaeyjum, þannig að þú ert búinn að ná mér þarna," sagði Willum léttur. „Ég uni Vestmannaeyingum mjög vel að vinna bikarinn og þeir gerðu það feykilega vel og ég vil óska þeim til hamingju með það," sagði hann enn fremur.

„Ég hefði samt verið sáttari með það ef FH hefði unnið. Það er auðveldara að horfa á fjórða sætið en þrjú efstu."

Ítarlega viðtal við Willum má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner