Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 14. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum: Hefði verið sáttari ef FH hefði unnið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr bikarúrslitaleiknum.
Úr bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst þetta rosalega flottur fótboltaleikur," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir 0-0 jafntefli gegn Val í kvöld.

„Mér fannst þessi leikur hafa allt nema mörk. Niðurstaðan er líklega sanngjörn fyrir bæði lið, þau voru ekki að gefa mörg færi á sér. Það er ekkert heiglum hent að standast ágjöf Valsmanna svona á því hvernig róli þeir hafa verið á í mótinu. Því var ég gríðarlega ánægður með KR liðið mitt í dag," sagði Willum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Valur

Þrjú stig hefðu verið gríðarlega öflug fyrir KR í kvöld upp á Evrópubaráttu að gera.

„Við ætluðum sannarlega að ná í þessi þrjú stig, en þeir voru búnir að skipuleggja þetta mjög vel, eins og við. Þeir lokuðu á okkar færslur og við vissum að þetta yrði þannig bardagi."

„Mér fannst bæði lið spila frábæran fótbolta."

KR átti að mæta FH næstkomandi sunnudag, en leiknum var frestað vegna þátttöku FH í 4. umferð Evrópudeildarinnar. KR fær því hvíld líka. Willum var spurður út í það eftir leikinn í kvöld.

„Ég hefði auðvitað viljað fá þá þarna þreytta á milli, en á móti kemur þá viljum við allt fyrir Evrópuliðin gera og vonandi nýta þeir hvíldina vel og slá þetta Braga lið út."

Fyrst viðtalið var komið út á Evrópunótur var Willum spurður út í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Þar vann ÍBV sigur á FH, en það gerir KR-ingum erfiðara fyrir í baráttunni um Evrópusæti.

„Hálf ættin er í Vestmannaeyjum, þannig að þú ert búinn að ná mér þarna," sagði Willum léttur. „Ég uni Vestmannaeyingum mjög vel að vinna bikarinn og þeir gerðu það feykilega vel og ég vil óska þeim til hamingju með það," sagði hann enn fremur.

„Ég hefði samt verið sáttari með það ef FH hefði unnið. Það er auðveldara að horfa á fjórða sætið en þrjú efstu."

Ítarlega viðtal við Willum má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner