Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. ágúst 2019 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: FH lagði KR og fer í Laugardalinn
FH í bikarúrslit.
FH í bikarúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brandur skoraði, lagði upp og fiskaði víti.
Brandur skoraði, lagði upp og fiskaði víti.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 3 - 1 KR
1-0 Steven Lennon ('9 , víti)
1-1 Finnur Tómas Pálmason ('14 )
2-1 Brandur Hendriksson Olsen ('40 )
3-1 Morten Beck Guldsmed ('71 )
Lestu nánar um leikinn

FH er komið í bikarúrslit eftir sigur gegn toppliði Pepsi Max-deildarinnar, KR, á Kaplakrikavelli í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist mikið af baráttu og voru læti. Það virtist vera pirringur í báðum liðum.

Á fyrsta stundarfjórðungi leiksins voru skoruð tvö mörk. Steven Lennon skoraði fyrst og kom FH. Mark hans var úr vítaspyrnu sem FH fékk eftir að Brandur Olsen féll í teignum. Helgi Mikael, dómari, mat það svo að Arnþór Ingi, miðjumaður KR, hefði fellt Brand, en snertingin virtist lítil sem engin.

KR svaraði fljótlega og var það strákurinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, sem skoraði eftir hornspyrnu. Finnur Tómas hefur verið frábær í liði KR í sumar.

Staðan 1-1 og þannig var hún fram á 40. mínútu. Brandur Olsen skoraði þá fyrir FH og kom þeim í forystu fyrir leikhlé. „FH SKORAR ALGJÖRLEGA GEGN GANGI LEIKSINS! Brandur tók skotið úr aukaspyrnunni, Beitir sló boltann frá og hann barst aftur til Brands sem var við vítateigsendann vinstra megin, rétt fyrir innan teig. Skot hans fer í gegnum alla þvöguna og í fjærhornið!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

KR-ingar voru með völdin á vellinum fyrir markið og því svekkjandi fyrir þá. Tobias Thomsen, framherji KR, hafði meðal annars átt skalla í stöngina.

KR byrjaði seinni hálfleikinn vel og róaðist leikurinn aðeins niður áður en FH skoraði sitt þriðja mark á 71. mínútu. Finnur Tómas gerði mistök og FH-ingar nýttu sér það. Eftir fyrirgjöf frá Brandi skallaði Morten Beck boltann í netið. Annar leikurinn í röð sem hann skorar í.

Gestirnir úr Vesturbæ fundu ekki svör síðustu 20 mínúturnar og lokatölur 3-1 fyrir FH sem mætir annað hvort Víkingi R. eða Breiðablik í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. FH hefur farið erfiða leið í bikarúrslitin og slegið út fjögur lið úr Pepsi Max-deildinni

Síðast fór FH í bikarúrslit 2017 og tapaði þá mjög óvænt 1-0. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerði sigurmarkið í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner