Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 14. ágúst 2020 21:01
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Ég er alveg búinn á því
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mjög ánægður og mér fannst þetta frábær liðsframmistaða í dag. Menn lögðu allt í þetta og búin að vera smá pása svo menn áttu að eiga næga orku inni en við vorum orðnir tómir í lokin. En bara geggjað að koma á KR völlinn og ná í þrjú stig.“
Sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-2 sigur FH á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

FH liðið lá til baka stóran hluta leiks og freistaði þess að beita skyndisóknum. Uppleggið virtist hafa gengið nokkuð vel þar sem KR tókst ekki að skapa mikið af afgerandi færum í leiknum í kvöld.

„Það var kannski þegar við sofnuðum svolítið og vorum að missa boltann sem þeir fengu færi. Mér fannst við verjast vel þegar þeir voru að reyna að byggja upp spil og þetta verður alltaf svona í endann þegar annað liðið er að vinna þá liggur svolítið á hinu liðinu. Við stóðum það af okkur og gameplanið virkaði vel í dag. Ég er alveg búinn á því en ég er glaður.“

Deildin fór af stað aftur í dag eftir nokkura vikna hlé vegna Covid-19. Hvernig er fyrir leikmenn að rífa sig upp eftir svona pásu?

„Þetta er náttúrlega mjög skrýtið. Það er ekkert létt að vera að spila á fimm daga fresti svo kemur allt í einu tveggja vikna pása og svo þarftu að gíra þig upp í að spila tvo leiki á fjórum dögum. Þetta er skrýtið en það er gott að við séum byrjaðir aftur og vonandi náum við að fylgja þessu reglum sem hafa verið settar svo við fáum að spila því fyrir mér eru þetta bara forréttindi að við séum að fá að spila meðan ástandið er svona í þjóðfélaginu. Við gerðum það allavegana vel í dag að bæði lið að fylgja reglunum og vonandi fylgja hin liðin með okkur í þessu um helgina og við fáum að spila í næstu viku„“

Sagði Björn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner