Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 14. ágúst 2020 21:01
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Ég er alveg búinn á því
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mjög ánægður og mér fannst þetta frábær liðsframmistaða í dag. Menn lögðu allt í þetta og búin að vera smá pása svo menn áttu að eiga næga orku inni en við vorum orðnir tómir í lokin. En bara geggjað að koma á KR völlinn og ná í þrjú stig.“
Sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-2 sigur FH á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

FH liðið lá til baka stóran hluta leiks og freistaði þess að beita skyndisóknum. Uppleggið virtist hafa gengið nokkuð vel þar sem KR tókst ekki að skapa mikið af afgerandi færum í leiknum í kvöld.

„Það var kannski þegar við sofnuðum svolítið og vorum að missa boltann sem þeir fengu færi. Mér fannst við verjast vel þegar þeir voru að reyna að byggja upp spil og þetta verður alltaf svona í endann þegar annað liðið er að vinna þá liggur svolítið á hinu liðinu. Við stóðum það af okkur og gameplanið virkaði vel í dag. Ég er alveg búinn á því en ég er glaður.“

Deildin fór af stað aftur í dag eftir nokkura vikna hlé vegna Covid-19. Hvernig er fyrir leikmenn að rífa sig upp eftir svona pásu?

„Þetta er náttúrlega mjög skrýtið. Það er ekkert létt að vera að spila á fimm daga fresti svo kemur allt í einu tveggja vikna pása og svo þarftu að gíra þig upp í að spila tvo leiki á fjórum dögum. Þetta er skrýtið en það er gott að við séum byrjaðir aftur og vonandi náum við að fylgja þessu reglum sem hafa verið settar svo við fáum að spila því fyrir mér eru þetta bara forréttindi að við séum að fá að spila meðan ástandið er svona í þjóðfélaginu. Við gerðum það allavegana vel í dag að bæði lið að fylgja reglunum og vonandi fylgja hin liðin með okkur í þessu um helgina og við fáum að spila í næstu viku„“

Sagði Björn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner