Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:01
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Ég er alveg búinn á því
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mjög ánægður og mér fannst þetta frábær liðsframmistaða í dag. Menn lögðu allt í þetta og búin að vera smá pása svo menn áttu að eiga næga orku inni en við vorum orðnir tómir í lokin. En bara geggjað að koma á KR völlinn og ná í þrjú stig.“
Sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-2 sigur FH á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

FH liðið lá til baka stóran hluta leiks og freistaði þess að beita skyndisóknum. Uppleggið virtist hafa gengið nokkuð vel þar sem KR tókst ekki að skapa mikið af afgerandi færum í leiknum í kvöld.

„Það var kannski þegar við sofnuðum svolítið og vorum að missa boltann sem þeir fengu færi. Mér fannst við verjast vel þegar þeir voru að reyna að byggja upp spil og þetta verður alltaf svona í endann þegar annað liðið er að vinna þá liggur svolítið á hinu liðinu. Við stóðum það af okkur og gameplanið virkaði vel í dag. Ég er alveg búinn á því en ég er glaður.“

Deildin fór af stað aftur í dag eftir nokkura vikna hlé vegna Covid-19. Hvernig er fyrir leikmenn að rífa sig upp eftir svona pásu?

„Þetta er náttúrlega mjög skrýtið. Það er ekkert létt að vera að spila á fimm daga fresti svo kemur allt í einu tveggja vikna pása og svo þarftu að gíra þig upp í að spila tvo leiki á fjórum dögum. Þetta er skrýtið en það er gott að við séum byrjaðir aftur og vonandi náum við að fylgja þessu reglum sem hafa verið settar svo við fáum að spila því fyrir mér eru þetta bara forréttindi að við séum að fá að spila meðan ástandið er svona í þjóðfélaginu. Við gerðum það allavegana vel í dag að bæði lið að fylgja reglunum og vonandi fylgja hin liðin með okkur í þessu um helgina og við fáum að spila í næstu viku„“

Sagði Björn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner