Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:01
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Ég er alveg búinn á því
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mjög ánægður og mér fannst þetta frábær liðsframmistaða í dag. Menn lögðu allt í þetta og búin að vera smá pása svo menn áttu að eiga næga orku inni en við vorum orðnir tómir í lokin. En bara geggjað að koma á KR völlinn og ná í þrjú stig.“
Sagði Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-2 sigur FH á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

FH liðið lá til baka stóran hluta leiks og freistaði þess að beita skyndisóknum. Uppleggið virtist hafa gengið nokkuð vel þar sem KR tókst ekki að skapa mikið af afgerandi færum í leiknum í kvöld.

„Það var kannski þegar við sofnuðum svolítið og vorum að missa boltann sem þeir fengu færi. Mér fannst við verjast vel þegar þeir voru að reyna að byggja upp spil og þetta verður alltaf svona í endann þegar annað liðið er að vinna þá liggur svolítið á hinu liðinu. Við stóðum það af okkur og gameplanið virkaði vel í dag. Ég er alveg búinn á því en ég er glaður.“

Deildin fór af stað aftur í dag eftir nokkura vikna hlé vegna Covid-19. Hvernig er fyrir leikmenn að rífa sig upp eftir svona pásu?

„Þetta er náttúrlega mjög skrýtið. Það er ekkert létt að vera að spila á fimm daga fresti svo kemur allt í einu tveggja vikna pása og svo þarftu að gíra þig upp í að spila tvo leiki á fjórum dögum. Þetta er skrýtið en það er gott að við séum byrjaðir aftur og vonandi náum við að fylgja þessu reglum sem hafa verið settar svo við fáum að spila því fyrir mér eru þetta bara forréttindi að við séum að fá að spila meðan ástandið er svona í þjóðfélaginu. Við gerðum það allavegana vel í dag að bæði lið að fylgja reglunum og vonandi fylgja hin liðin með okkur í þessu um helgina og við fáum að spila í næstu viku„“

Sagði Björn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir