Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 14. ágúst 2022 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég get sagt það sama og ég sagði við drengina hérna inni. Það er nóg að koma út og spila eins og karlmenn í einn hálfleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 4-1 tap gegn ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í, það var búið að tala um það alla vikuna strax eftir bikarleikinn. Þetta er það sem gerist gegn liði sem er físískt og mjög direct og leggur hart að sér. Ef þú ert ekki tilbúinn í þá baráttu allavega fyrsta korterið eða 20 mínúturnar þá lendirðu í þeirri stöðu sem við lentum í. Ég viðurkenni að ég sagði þetta í aðeins hærri tóni í hálfleik."

Eiður Smári sagði í vikunni að hann ætlaði í stríð í þessum leik en það bar þess engin merki.

„Það var ekki að sjá hvernig við komum út, alls ekki. Í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Ég er óhræddur við að segja það."

Ertu svekktur út í strákana?

„Já, ég er það. Þetta eru alltaf mínir drengir, ég mun alltaf vernda þá eins mikið og ég get. Kannski er eitthvað sem við þurfum að hugsa sem þjálfarateymi líka og fara að gera eitthvað öðruvísi. Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra."

Nærðu ekki til strákanna, er það vandamálið?

„Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner