Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 14. ágúst 2022 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég get sagt það sama og ég sagði við drengina hérna inni. Það er nóg að koma út og spila eins og karlmenn í einn hálfleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 4-1 tap gegn ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í, það var búið að tala um það alla vikuna strax eftir bikarleikinn. Þetta er það sem gerist gegn liði sem er físískt og mjög direct og leggur hart að sér. Ef þú ert ekki tilbúinn í þá baráttu allavega fyrsta korterið eða 20 mínúturnar þá lendirðu í þeirri stöðu sem við lentum í. Ég viðurkenni að ég sagði þetta í aðeins hærri tóni í hálfleik."

Eiður Smári sagði í vikunni að hann ætlaði í stríð í þessum leik en það bar þess engin merki.

„Það var ekki að sjá hvernig við komum út, alls ekki. Í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Ég er óhræddur við að segja það."

Ertu svekktur út í strákana?

„Já, ég er það. Þetta eru alltaf mínir drengir, ég mun alltaf vernda þá eins mikið og ég get. Kannski er eitthvað sem við þurfum að hugsa sem þjálfarateymi líka og fara að gera eitthvað öðruvísi. Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra."

Nærðu ekki til strákanna, er það vandamálið?

„Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner