Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætla ekki að leggja fram tilboð í Vinicius Junior
Mynd: Getty Images
Sádi-arabíska deildin og PIF (ríkissjóður Sádi-Arabíu) segjast ekki hafa áhuga á því að fá Vinicius Junior frá Real Madrid. Þetta kemur fram á Sky.

Á dögunum var greint frá því að æðstu menn í Sádi-Arabíu væru að undirbúa tilboð í brasilíska sóknarmanninn.

Talið var að tilboðið væri með kaupverði og launapakka í kringum einn milljarður evra.

Spænskir miðlar sögðu einnig frá því að Vinicius, sem er einn besti leikmaður heims, væri tilbúinn að hafna tilboðinu.

Kaveh Solhekol hjá Sky segir að fulltrúar sádi-arabísku deildarinnar og PIF hafi nú þverneitað fyrir þessar fregnir. Það hafi ekki lagt fram tilboð í Vinicius og ekki stendur til að gera það.

Vinicus á marga aðdáendur í Sádi-Arabíu en hann hefur eflaust stærri markmið í augnablikinu. Hann er talinn líklegur til afreka í kjörinu um Ballon d'Or í haust og er þá lykilmaður í brasilíska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner