KR hefur kallað sóknarmanninn efnilega, Óðinn Bjarkason, aftur til félagsins frá KV.
Óðinn er fæddur árið 2006 og var fyrri hluta tímabilsins á láni hjá KV í 3. deildinni, en hann var einnig á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Á þessu eina og hálfa tímabili hefur hann skorað fimm mörk í nítján leikjum, en hann hefur nú verið kallaður aftur í KR fyrir síðari hluta mótsins.
Óðinn skoraði tvö mörk í 9-1 stórsigri KR á KÁ í Mjólkurbikarnum í apríl en það var hans fyrsti leikur fyrir aðalliðið ef deildarbikar er ekki tekinn með inn í dæmið.
KR-ingar unnu sinn fyrsta deildarleik í þrjá mánuði á dögunum er liðið lagði FH að velli, 1-0, en KR-ingar eru í 9. sæti með 18 stig eftir sautján leiki.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir