Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   lau 14. september 2013 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 19. umferð: Sigurinn nærir sálina
Leikmaður 19. umferðar - Hörður Sveinsson (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Hörður Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deild karla en hann skoraði þrennu í 5-4 sigri liðsins gegn ÍA. Ansi mikilvægur sigur fyrir Keflavík í botnbaráttunni.

,,Nei ég var nú mjög líklegur," sagði Hörður þegar hann var spurður að því hvort það kæmi honum á óvart að vera valinn leikmaður umferðarinnar eftir þrennu gegn ÍA.

Keflavík hefur verið að nota Hörð sem miðpunkt sóknarleiksins í undanförnum leikjum og það er að skila sér enda er Keflavík á mjög góðum stað í deildinni miðað við það sem spáð var um mitt tímabil.

,,Já það er alveg hægt að segja það, það hefur gengið vel í undanförnum leikjum að spila upp á það og við höfum spilað vel sem lið þannig það hjálpar."

Hugarfarsbreytingar eftir þjálfaraskiptin:
,,Það eru alskonar breytingar, jákvæðar breytingar. Vorum svosem ekkert að spila neitt svakalega illa undir Zoran en það var allt stöngin út og svo smá hugarfarsbreytingar og annað sem eru að koma inn í þetta."

Hörður segir leikinn gegn ÍA hafa einkennst af miklu markaregni og er ánægður fyrir hönd áhorfenda sem fengu að sjá svakalega flugeldasýningu.

,,Þetta var bara eins og tennisleikur. Þetta var fram og til baka allan leikinn og varnir beggja liða voru kannski ekki upp á sitt besta sem skilaði sér í níu mörkum fyrir áhorfendur. Það hlýtur að hafa verið gaman að horfa á þetta allavega. Maður fær ekki svona í hverri umferð."

Eitt skref í einu í fallbaráttunni:
,,Stigin eru gríðarlega mikilvæg og eitt skref í að tryggja veru okkar í deildinni. Við þurfum að halda áfram að byggja ofan á þetta."

Keflvíkingar heimsækja Þór á Akureyri í næsta leik sínum og geta, með sigri, svo gott sem tryggt sæti sitt í Pepsi-deildinni.

,,Það er hörkuleikur fyrir norðan og við getum tekið annað stórt skref þá og ætlum okkur að gera það."

Baráttan um skóinn og klisjusvör Harðar:
Hörður var spurður út í hvort hann væri ekki spenntur fyrir baráttunni um að vera markakóngur Pepsi-deildarinnar og sagðist fylgja þeirri klisju að það verði að hugsa um einn leik í einu.

,,Það væri ekkert leiðinlegt en við verðum samt að taka einn leik í einu og ég get ekki haft endanleg áhrif á þetta.

,,Ég fer beint í klisjuna aftur. Þetta er bara klisja og það verður að fylgja þessari klisju eftir. Ég hef ekki áhrif á hvort hinir skori eða ekki, ég get haft áhrif á hvort ég geri það."


Sigurinn nærir sálina:
Nú er mun léttara yfir leikmönnum Keflvíkinga heldur en þegar liðið var í sem mestri fallbaráttu.

,,Jájá, það er klárt mál. Sigurinn, hann nærir sálina. Menn eru í þessu til að vinna leiki."

Talað var um slaka vörn Skagamanna eftir leikinn en Hörður segir að þetta hafi snúist meira um heppni heldur en getu varnarmanna.

,,Ég myndi segja að þetta hafi verið jafn mikið að falla fyrir mig og þetta féll ekki fyrir mig á móti Stjörnunni.

,,Það var að vísu nóg af færum sem ég fékk þar og ekkert vildi inn þannig að ég átti þetta kannski bara inni."


Fallið blundar alltaf í manni:
Keflvíkingar eru sex stigum frá falli þegar þrjár umferðir eru eftir og vilja klára þetta á Akureyri til að hætta að hugsa um fallhættuna.

,,Þetta blundar alltaf í manni á meðan þetta er möguleiki þá verður maður alltaf að varast það. Við stefnum bara á þrjú stig á morgun og klára þetta þar."

Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Rúnar Alex Rúnarsson (KR)
Bestur í 15. umferð - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 13. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 12. umferð - Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Bestur í 11. umferð - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Bestur í 10. umferð - Baldur Sigurðsson
Bestur í 9. umferð - Gary Martin (KR)
Bestur í 8. umferð - Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Bestur í 7. umferð - Hólmbert Friðjónsson (Fram)
Bestur í 6. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 5. umferð - Jóhann Þórhallsson (Þór)
Bestur í 4. umferð - Róbert Örn Óskarsson (FH)
Bestur í 3. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur í 1. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Athugasemdir
banner