Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 14. september 2019 18:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í dag þegar þeir fengu heimsókn frá toppbaráttuliði Gróttu í miklum baráttuleik.
Njarðvíkingar urðu að sigra leikinn í dag til að eiga séns á að bjarga sér frá falli en því miður fyrir þá grænklæddu varð það ekki raunin.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Hún er ekki góð, það er leiðinlegt að falla en þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur þannig við verðum bara að sætta okkur við það að falla úr deild." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Andri Fannar sagði Njarðvíkinga ekki hafa vitað um stöðu mála í hinum leikjum dagsins í hálfleik en útlitið var þá strax orðið heldur svart fyrir suðurnesjamennina.
„Ég hafði allavega ekki hugmynd um hana og ég held að enginn annar í liðinu vissi hvernig staðan var. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en því miður þá náðum við því ekki" 

Framtíð Njarðvíkur var fyrir leik ekki einungis í þeirra höndum en Andri Fannar sagði verkefnið ekkert erfiðara þrátt fyrir þá staðreynd.
„ Nei í rauninni ekki. Ég hafði einhvernveginn alltaf trú á að við myndum verða áfram í deildinni en þessar aðstæður, þetta var jafnt á báða vegu og þeir voru í rauninni bara heppnir að vinna í rauninni þetta var mjög jafnt þannig lagað." 

Andri Fannar verður samningslaus eftir tímabilið en verður hann áfram í Njarðvík eða mun hann hlusta á tilboð frá öðrum liðum.
„Ég er bara ekkert búin að spá í það, samningurinn er að renna út eftir tímabilið og ég er bara ekkert búin að hugsa út í það"
„Já að sjálfsögðu horfir maður á allt, eins og er." 

Athugasemdir
banner