Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   lau 14. september 2019 18:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í dag þegar þeir fengu heimsókn frá toppbaráttuliði Gróttu í miklum baráttuleik.
Njarðvíkingar urðu að sigra leikinn í dag til að eiga séns á að bjarga sér frá falli en því miður fyrir þá grænklæddu varð það ekki raunin.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Hún er ekki góð, það er leiðinlegt að falla en þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur þannig við verðum bara að sætta okkur við það að falla úr deild." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Andri Fannar sagði Njarðvíkinga ekki hafa vitað um stöðu mála í hinum leikjum dagsins í hálfleik en útlitið var þá strax orðið heldur svart fyrir suðurnesjamennina.
„Ég hafði allavega ekki hugmynd um hana og ég held að enginn annar í liðinu vissi hvernig staðan var. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en því miður þá náðum við því ekki" 

Framtíð Njarðvíkur var fyrir leik ekki einungis í þeirra höndum en Andri Fannar sagði verkefnið ekkert erfiðara þrátt fyrir þá staðreynd.
„ Nei í rauninni ekki. Ég hafði einhvernveginn alltaf trú á að við myndum verða áfram í deildinni en þessar aðstæður, þetta var jafnt á báða vegu og þeir voru í rauninni bara heppnir að vinna í rauninni þetta var mjög jafnt þannig lagað." 

Andri Fannar verður samningslaus eftir tímabilið en verður hann áfram í Njarðvík eða mun hann hlusta á tilboð frá öðrum liðum.
„Ég er bara ekkert búin að spá í það, samningurinn er að renna út eftir tímabilið og ég er bara ekkert búin að hugsa út í það"
„Já að sjálfsögðu horfir maður á allt, eins og er." 

Athugasemdir
banner