Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 14. september 2019 18:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í dag þegar þeir fengu heimsókn frá toppbaráttuliði Gróttu í miklum baráttuleik.
Njarðvíkingar urðu að sigra leikinn í dag til að eiga séns á að bjarga sér frá falli en því miður fyrir þá grænklæddu varð það ekki raunin.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Hún er ekki góð, það er leiðinlegt að falla en þetta var orðið helvíti svartsýnt þarna hjá okkur þannig við verðum bara að sætta okkur við það að falla úr deild." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Andri Fannar sagði Njarðvíkinga ekki hafa vitað um stöðu mála í hinum leikjum dagsins í hálfleik en útlitið var þá strax orðið heldur svart fyrir suðurnesjamennina.
„Ég hafði allavega ekki hugmynd um hana og ég held að enginn annar í liðinu vissi hvernig staðan var. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en því miður þá náðum við því ekki" 

Framtíð Njarðvíkur var fyrir leik ekki einungis í þeirra höndum en Andri Fannar sagði verkefnið ekkert erfiðara þrátt fyrir þá staðreynd.
„ Nei í rauninni ekki. Ég hafði einhvernveginn alltaf trú á að við myndum verða áfram í deildinni en þessar aðstæður, þetta var jafnt á báða vegu og þeir voru í rauninni bara heppnir að vinna í rauninni þetta var mjög jafnt þannig lagað." 

Andri Fannar verður samningslaus eftir tímabilið en verður hann áfram í Njarðvík eða mun hann hlusta á tilboð frá öðrum liðum.
„Ég er bara ekkert búin að spá í það, samningurinn er að renna út eftir tímabilið og ég er bara ekkert búin að hugsa út í það"
„Já að sjálfsögðu horfir maður á allt, eins og er." 

Athugasemdir
banner
banner