29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 14. september 2019 16:57
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Fórum í stórt test og féllum á því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vont tap. Við töpuðum baráttunni inn á vellinum og þá tapar maður fótboltaleikjum," sagði Þórhallur þjálfari Þróttar eftir tap á móti Magna í mikilvægum leik á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni var komið 2-0 yfir þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum.

„Við lentum undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Fáum á okkur tvö algjör óþarfa mörk. Við vorum alltof lengi að koma með svar við því. Markið hjá okkur kom seint og því miður náðum við ekki að snúa við þessum leik."

Þróttur er í fallsæti þegar einn leikur er eftir. Sá leikur er á móti Aftureldingu.

„Það er að vinna hann. Það er bara það eina í stöðunni. Við fórum hingað í stórt test fyrir norðan og við féllum á því. Það verður mjög fróðlegt að sjá æfingarvikuna leikmanna verður og hvernig andinn verður í þessum leik. Nú eiga menn ekki fleiri sénsa inni. Það er bara einn í viðbót og það verður að vera sigur ef menn ætla að vera í þessari deild."

Þróttur er búið að tapa 6 leikjum í röð. Markatalan er 5-19 í þessum leikjum.

„Við höfum ekki unnið leiki. Við erum augljóslega að fá á okkur mikið af mörkum og erum ekki að svara því. Við höfum ekki náð að búa til sigurleik."

Liðið minnkaði muninn á 89 mínútu en Magni svaraði því strax með þriðja marki sínu.

„Þriðja markið var kannski ekki mikill tuska því við vorum bara gambla og reyna að jafna leikinn. Það skiptir svo sem ekki máli hvort þetta hafi farið 2-1 eða 3-1. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að það er lítið sem fellur með okkur. Það féllu engir stórir dómar með okkur í dag og það er oft þannig þegar maður mætir í sveitina. Við getum samt ekki kennt því um að við höfum tapað þessum leik. Við urðum undir í baráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner