Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. september 2019 16:57
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Fórum í stórt test og féllum á því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vont tap. Við töpuðum baráttunni inn á vellinum og þá tapar maður fótboltaleikjum," sagði Þórhallur þjálfari Þróttar eftir tap á móti Magna í mikilvægum leik á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni var komið 2-0 yfir þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum.

„Við lentum undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Fáum á okkur tvö algjör óþarfa mörk. Við vorum alltof lengi að koma með svar við því. Markið hjá okkur kom seint og því miður náðum við ekki að snúa við þessum leik."

Þróttur er í fallsæti þegar einn leikur er eftir. Sá leikur er á móti Aftureldingu.

„Það er að vinna hann. Það er bara það eina í stöðunni. Við fórum hingað í stórt test fyrir norðan og við féllum á því. Það verður mjög fróðlegt að sjá æfingarvikuna leikmanna verður og hvernig andinn verður í þessum leik. Nú eiga menn ekki fleiri sénsa inni. Það er bara einn í viðbót og það verður að vera sigur ef menn ætla að vera í þessari deild."

Þróttur er búið að tapa 6 leikjum í röð. Markatalan er 5-19 í þessum leikjum.

„Við höfum ekki unnið leiki. Við erum augljóslega að fá á okkur mikið af mörkum og erum ekki að svara því. Við höfum ekki náð að búa til sigurleik."

Liðið minnkaði muninn á 89 mínútu en Magni svaraði því strax með þriðja marki sínu.

„Þriðja markið var kannski ekki mikill tuska því við vorum bara gambla og reyna að jafna leikinn. Það skiptir svo sem ekki máli hvort þetta hafi farið 2-1 eða 3-1. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að það er lítið sem fellur með okkur. Það féllu engir stórir dómar með okkur í dag og það er oft þannig þegar maður mætir í sveitina. Við getum samt ekki kennt því um að við höfum tapað þessum leik. Við urðum undir í baráttunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner