Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. september 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hverjir eru styrkleikar Rúmeníu?
Icelandair
Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu í næsta mánuði.
Ísland mætir Rúmeníu í umspilinu í næsta mánuði.
Mynd: Getty Images
Við Íslendingar leikum mikilvægan leik í næsta mánuði þegar við mætum Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir Evrópumótið sem fer fram næsta sumar.

Þetta er einn leikur sem fer fram á Laugardalsvelli og sigurvegarinn fer áfram í úrslitaleik um sæti á EM alls staðar.

Hringt var í Frey Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Hann fékk spurningu frá lesanda um styrkleika Rúmeníu.

„Styrkleikarnir eru að þeir eru tæknilega mjög góðir, þeir eru með frábæra skotmenn, það er kraftur og áræðni í þeim og þeir eru blóðheitir og ástríðufullir. Það sem fylgir því að það er bæði orka sem fer í jákvæða oft en getur líka farið í öfuga oft. Það er ofboðslegur kraftur, hungur og vilji hjá þeim en stundum er það of mikið," sagði Freyr.

„Þetta er ótrúlega tæknilega gott fótboltalið með fína blöndu. Þeir eru með góða kynslóð sem er núna í U21 landsliðinu og er að koma upp úr. Það eru virkilega góðir leikmenn og þessi þjálfari sem er með þá núna var með þá í U21 landsliðinu. Þetta er kynslóð af mönnum sem þekkjast vel og eru hungraðir í að komast á stórmót."

„Ég myndi segja að þetta væri mjög hættulegur andstæðingur, en það er líka fullt af tækifærum sem við getum nýtt okkur," sagði Freysi.
Útvarpsþátturinn - Íslenski, landsliðið og Eggert Gunnþór
Athugasemdir
banner
banner
banner