Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 14. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Segja dýrasta leikmann Arsenal orðinn varamann
Nicolás Pépé, dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, þurfti að láta sér að góðu verða að byrja fyrsta leik nýrrar leiktíðar á varamannabekknum þegar að Skytturnar rúlluðu yfir Fulham, 3-0, á útivelli á laugardaginn.

Fílabeinsstrendingurinn var keyptur frá Lille fyrir 70 milljónir punda á síðustu leiktíð en Brasilíumaðurinn Willan, sem Arteta hirti frítt frá Chelsea, byrjaði hægra megin í þriggja manna framlínu Arsenal ásamt þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Alexander Lacazette.

„Pépé er dottinn út úr besta byrjunarliðinu hjá Arsenal. Besta framlína Arsenal núna er Willan, Lacazette og Aubameyang vinstra megin," segir Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur Vallarins á Síminn Sport en farið var yfir leikinn í Vellinum í gærkvöldi.

„Pépé þarf að vera þolinmóður núna og grípa tækifærið þegar að það kemur. Hann er ekkert dottinn út úr þessu en hann er orðinn annar maður í röðinni þarna hægra megin," segir Bjarni Þór.

Nicolas Pépé skoraði fimm mörk og lagði upp önnur sex í 31 leik fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en frammistaða hans var misjöfn.

„Hann er örugglega ekkert sáttur við að byrja ekki leiki en getur ekki verið að hann sé bara að fara í eitthvað Traóre hlutverk að koma inn og sprengja upp leiki," segir Gylfi Einarsson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður með Leeds.

„Hann er þá helvíti dýr varamaður en kannski er hann bara ekki nógu góður til að standa undir þessum 70 milljóna punda verðmiða. Á meðan hann er ekki nógu góður verður hann bara að gera sitt í lok leikja," segir Gylfi.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner