Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, er aðeins nítján ára en er með þroska á við talsvert eldri einstakling. Hann er leikmaður enska landsliðsins og er nú á Englandi þar sem Dortmund leikur við Manchester City í kvöld.
Bellingham var spurður út í möguleikann á því að hann verði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en háværar sögur eru um að hann gangi í raðir Liverpool næsta sumar.
Bellingham féll ekki í gildru blaðamanna.
Bellingham var spurður út í möguleikann á því að hann verði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en háværar sögur eru um að hann gangi í raðir Liverpool næsta sumar.
Bellingham féll ekki í gildru blaðamanna.
„Ég er kominn hingað til að hjálpa Borussia Dortmund að vinna leikinn. Ef ég næ að sýna hæfileika mína þá er það bónus en ég horfi ekki lengra en að hjálpa Borussia Dortmund," segir Bellingham. „Að horfa lengra inn í framtíðina væri óvirðing."
Chelsea, Manchester City og Manchester United munu veita Liverpool samkeppni um Bellingham samkvæmt mola í slúðurpakkanum í morgun.
Bellingham ólst upp hjá Birmingham City og telur að sitt fólk muni sýna sér stuðning í leiknum gegn City. „Ég held að öll Birmingham muni halda með Dortmund í þessum leik," segir Bellingham.
Leikur Manchester City og Borussia Dortmund í kvöld hefst klukkan 19.
Athugasemdir