Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það hafi verið bæting á öllum sviðum hjá sínu liði í gær þegar það vann 2-1 sigur gegn Ajax í Meistaradeildinni.
Eftir 4-1 tap gegn Napoli í síðustu viku, í leik sem Klopp lýsti sem þeim versta síðan hann kom til félagsins, var allt annað að sjá Liverpool í gær.
Eftir 4-1 tap gegn Napoli í síðustu viku, í leik sem Klopp lýsti sem þeim versta síðan hann kom til félagsins, var allt annað að sjá Liverpool í gær.
„Ég held að ef þú horfir á þessa tvo leiki, leikinn gegn Napoli og svo þennan, hlið við hlið þá sér maður ekki almennilega að þetta sé sama íþróttin," segir Klopp.
„Það var allt betra. Byrjunin var öðruvísi, miðjan var öðruvísi og endirinn var öðruvísi. Hvernig við spiluðum, hvernig við vörðumst, þetta var allt annað. Það var miklu meiri ákefð, miklu meira hugrekki, menn voru miklu tilbúnari. Allt var betra. Þetta er samt fyrsta skrefið, ekki meira en það."
Mo Salah kom Liverpool yfir í gær, Ajax jafnaði en Joel Matip skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.
Athugasemdir