Um liðna helgi fór fram leikur Augnabliks og Kormáks/Hvatar í 3. deild karla, en leikurinn endaði með 4-1 sigri fyrrnefnda liðsins.
Augnablik stóð fyrir söfnun í kringum leikinn og rann allur peningurinn til aðstandenda harmleiksins sem átti sér stað á Blönduósi í síðasta mánuði.
Núna hefur Augnablik greint frá því hversu mikið safnaðist, en lokaupphæðin er: 509.393 krónur.
„Söfnun lokið. Alls söfnuðust 509.393 krónur og hafa þær verið millifærðar á styrktarsjóði vegna málsins á Blönduósi. Kærar kveðjur til allra sem lögðu sitt af mörkum," segir í tilkynningu Augnabliks um málið.
Virkilega fallega gert hjá Augnabliksmönnum og svo sannarlega virðingarvert.
Söfnun lokið.
— Augnablik (@Augnablikid) September 14, 2022
Alls söfnuðust 509.393 krónur og hafa þær verið millifærðar á styrktarsjóði vegna málsins á Blönduósi.
Kærar kveðjur til allra sem lögðu sitt af mörkum.
💚💚
Athugasemdir