Raheem Sterling, leikmaður Chelsea, er nú annar markahæsti Englendingurinn í Meistaradeild Evrópu.
Sterling skoraði mark Chelsea í 1-1 jafntefli liðsins við Red Bull Salzburg í kvöld en það var 25. mark hans í keppninni.
Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk en Sterling og er það Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United.
Rooney skoraði 30 mörk fyrir United í Meistaradeildinni en Sterling er á góðri leið með að bæta það met.
Sterling var með jafn mörg mörk og Paul Scholes fyrir leikinn í kvöld en tók fram úr honum. Scholes er því þriðji með 24 mörk, Frank Lampard í fjórða með 23 mörk og Steven Gerrard í fimmta með 21 mark.
Athugasemdir