
„Markmiðið okkar var að vinna leikinn," sagði Íslandsmeistarinn Berglind Rós Ágústsdóttir við Fótbolta.net eftir tap gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í kvöld.
Valur varð Íslandsmeistari í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð liðinu að stigum. Titillinn sá þriðji í röð hjá Val.
Valur varð Íslandsmeistari í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð liðinu að stigum. Titillinn sá þriðji í röð hjá Val.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Það er öðruvísi tilfinning, hef aldrei liðið svona áður. En mér fannst ég ná að horfa þannig á þetta að tímabilinu sé ekki lokið. Mér finnst við ekki orðnar Íslandsmeistarar fyrr en í lokaleinum. Auðvitað er geggjað að vera Íslandsmeistari en við þurfum eiginlega að vinna alla leiki."
„Þetta var skrítið í gær, vorum allar að horfa inni í klefa en svo tvístraðist aðeins úr hópnum. Maður fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í sófanum sem er sérstakt, en alltaf geggjað að verða Íslandsmeistari."
Berglind var í gær að upplifa það í fyrsta skiptið að verða Íslandsmeistari.
„Tilfinningin er geggjuð, ekkert meira en það, bara geggjað. Ég hef beðið mjög lengi, spilað fótbolta í 20 plús ár og alltaf stefnt á Íslandsmeistaratitilinn. Loksins kom hann á endanum," sagði Berglind sem gekk í raðir Vals í sumarglugganum eftir þrjú ár erlendis.
Sjá einnig:
Berglind komin heim - „Ekki eins fagmannlegt og ég hélt"
Athugasemdir