Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   lau 14. september 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Aston Villa og Everton: Ein breyting á báðum liðum
Young byrjar!
Young byrjar!
Mynd: EPA
Klukkan 16:30 hefst leikur Aston Villa og Everton í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ein breyting er á liði Aston Villa því Jacob Ramsey kemur inn fyrir Leon Bailey sem er ekki með í dag. Aston Villa vann Leicester í síðustu umferð. Ollie Watkins var tæpur fyrir leikinn en hann er klár í slaginn og byrjar.

Everton tapaði gegn Bournemouth í síðustu umferð. Ein breyting er á liði Everton, Ashley Young kemur inn fyrir Seamus Coleman sem er meiddur.

Aston Villa: Martínez; Bogarde, Konsa, Torres, Digne; McGinn, Onana, Tielemans, Rogers, Ramsey, Watkins.
(Varamenn: Gauci, Maatsen, Nedljkovic, Barkley, Buendia, Duran, Carlos, Young, Philogene)

Everton: Pickford; Young, Tarkowski, Keane, Mykolenko; Iroegbunam, Gana, Ndiaye, McNeil, Harrison; Calvert-Lewin.
(Varamenn: Virginia, Dixon, O'Brien, Garner, Mangala, Doucoure, Armstrong, Lindström, Beto)
Athugasemdir
banner