Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 21:21
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Gulli er með stöðuna á lás
Icelandair
Birkir fagnar marki sínu í kvöld.
Birkir fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta fínn leikur. Seinni hálfleikur var sérstaklega góður. Við náðum að leysa það sem var minna gott í fyrri hálfleikk," sagði Birkir Már Sævarsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir 2-1 tap Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Birkir spilaði sinn fyrsta landsleik í heilt ár í kvöld.

„Það var frábært að koma aftur. Þetta hafa verið góðir 10 dagar með liðinu. Þetta er flott verkefni og við unnum leikinn sem skiptir mestu máli. Við tryggðum okkur úrslitaleik í nóvember og þetta var góður undirbúningur fyrir þann leik."

Birkir skoraði mark Íslands í dag en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum með Val. Birkir veit ekki skýringuna á þessu markaflóði.

„Ég hef engin svör. Ætli það sé ekki bara það að maður er kominn í svona zone fyrir framan markið og líður betur og betur fyrir framan það þegar maður er að klára færin. Maður dettur í einhvern gír og vonar að það haldi eins lengi og hægt er áfram. Núna lítur samt því miður út fyrir að það séu ekki leikir framundan á næstunni."

Aðspurður hvort hann estji pressu á byrjunarliðssæti í leiknum gegn Ungverjum sagði Birkir: „Ekki í byrjunarliðið. Gulli er með þá stöðu á lás. Hann var frábær í þessum tveimur leikjum á undan og á skilið að spila þennan Ungverja leik ef hann ef heill. Ef þeir vilja fá mig í verkefnið til að styðja við bakið á Gulla og setja smá pressu á hann þá er ég klár."

Athugasemdir
banner
banner