Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. október 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Vonast eftir áhorfendum á EM - Borgum fækkað?
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vonast til að áhorfendur geti mætt á EM næsta sumar. EM var frestað í ár vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvaða áhrif veiran mun hafa á mótið næsta sumar.

Stefnt er á að spila EM í 12 borgum víðsvegar um Evrópu en Ceferin útilokar ekki að fækka borgunum í ljósi stöðunnar.

„Í augnablikinu erum við að undirbúa EM nákvæmlega eins og við viljum að það verði. Við erum að íhuga hvernig þetta verður með stuðningsmönnum, án stuðningsmanna eða með stuðningsmenn í 30, 50 eða 70% af sætunum," sagði Ceferin.

„Við gætum haldið EM í tólf löndum, ellefu, tíu, þremur eða einu landi."

Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í næsta mánuði. Sigurliðið verður með Portúgal, Frakklandi og Þýskalandi í riðli sem verður spilaður í Búdapest í Ungverjalandi og Munchen í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner