Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
banner
   mán 14. október 2024 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að tapa. Það var óþarfi að tapa þessum leik," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Það var mikið talað um dómgæsluna eftir leikinn en hún var vafalaust skrítin.

„Ég var nú bara að sjá atvikið þegar Orri á skot og hann ver á línunni. Hann gerir sig stærri með hendinni. Hann er búinn að dæma vítaspyrnur eftir hendi fyrir þá og mér fannst þetta skrítin ákvörðun vægast sagt. Við eigum líklega að fá víti og rautt spjald á þá. Ég held að dómgæslan sé yfirleitt ekki með okkur Íslendingum í liði."

„Við þurfum samt sem áður að læra af þessu. Það er algjör óþarfi að fá á okkur fjögur mörk. Það á að vera nóg að skora tvö gegn Tyrklandi," segir Sverrir.

„Við erum oft með góða frammistöðu en við erum ekki að sækja stig í takt við frammistöðuna. Það er vissulega svekkjandi. Tyrkirnir eru með hörkulið og þeir voru í undanúrslitum á EM. En þegar þú skorar tvö mörk á heimavelli, þá á það að vera nóg. Við þurfum að laga til í varnarleiknum."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner