Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það sem Man Utd þarf að borga til að fá Fernandez aftur
Alvaro Fernandez og Alejandro Garnacho.
Alvaro Fernandez og Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt hafa áhuga á því að kaupa vinstri bakvörðinn Alvaro Fernandez aftur til félagsins frá Benfica.

Spænski vinstri bakvörðurinn var alfarið seldur til Benfica síðasta sumar eftir að hafa verið þar á láni á síðasta tímabili. Kaupverðið var um 6 milljónir evra.

Hinn 21 árs gamli Fernandez hefur verið að spila vel með Benfica og er núna eftirsóttur af stórliðum á borð við Barcelona og Real Madrid. Hann er uppalinn hjá síðarnefnda félaginu.

En Man Utd setti klásúlu í samning hans um að geta keypt hann aftur. Og samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum þarf Man Utd að borga 20 milljónir evra til að fá hann aftur.

Fernandez spilaði aldrei með aðalliði Man Utd áður en hann var seldur til Benfica.
Athugasemdir
banner
banner
banner