Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Varnarleikur Trent til umræðu - „Trúi því ekki enn hvað hann er lélegur í vörn“
Mynd: Getty Images
Varnarleikur Trent Alexander-Arnold í þessu landsleikjaverkefni með Englandi var til umræðu í settinu á ITV, en Roy Keane á mjög erfitt með að skilja hvernig hann hefur ekki lagast með árunum.

Það efast enginn um hæfileika Trent þegar það kemur að því að sækja.

Með boltann er hann einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en hann er þó aðallega gagnrýndur þegar það kemur að því að verjast, sem er auðvitað stór þáttur í hans leik þar sem hann spilar sem bakvörður.

„Ef þú sást hann verjast (í leiknum gegn Grikklandi) þá leit út fyrir að hann hefði aldrei spilað í hægri bakverði áður,“ sagði Keane.

„Ég á bara enn erfitt með að trúa því hversu lélegur hann er varnarlega. Þetta væri mjög sýnilegt gegna sterkari mótherja,“ sagði hann ennfremur.

Trent hefur oft verið gagnrýndur fyrir varnarvinnu sína, bæði með Liverpool og enska landsliðinu. Jamie Carragher talaði um þetta á Sky Sports á síðasta ári og kallaði þá eftir því að Liverpool myndi kaupa annan hægri bakvörð til að veita Trent samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner