
U21 landslið Íslands mætir Lúxemborg í undankeppni EM á Þróttarvelli klukkan 15:00 í dag. Ísland er enn án sigurs í riðlinum, liðið tapaði gegn Færeyjum en gerði svo jafntefli við Eistland og Sviss.
Lestu um leikinn: Lúxemborg U21 0 - 0 Ísland U21
Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður U21 landsliðsins og Brann í Noregi, sagði í samtali við Fótbolta.net í gær markmiðið fyrir leikinn vera skýrt.
„Síðasti gluggi var smá vonbrigði en sterkt stig úti í Sviss núna. Þetta er mikilvægur leikur og við stefnum á þrjú stig. Lúxemborg er með hörkulið reyndar en ef við spilum vel þá vinnum við leikinn.“
„Ég tel okkur vera með mjög gott lið, við eigum mikið inni. Við ætlum að sýna það á morgun gegn Lúx hversu góðir við erum,“ sagði Eggert.
Benóný Breki Andrésson, leikmaður U21 landsliðsins og Stockport, hafði sömu sögu að segja þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær.
„Við erum búnir að fara vel yfir þá, við vitum alveg hvað við þurfum að gera. En við ætlum að rúlla yfir þá á morgun.“
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Færeyjar | 4 | 3 | 0 | 1 | 5 - 8 | -3 | 9 |
2. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 12 - 1 | +11 | 6 |
3. Sviss | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
4. Ísland | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 - 3 | -1 | 2 |
5. Eistland | 5 | 0 | 2 | 3 | 5 - 13 | -8 | 2 |
6. Lúxemborg | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 3 | -1 | 1 |