Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 18:59
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Kári maður leiksins
Icelandair
Kári Árnason var maður leiksins.
Kári Árnason var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir markalaust jafntefli í Istanbúl varð ljóst að Ísland er á leið í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Íslenska liðið náði ekki að skora gegn öflugri vörn Tyrklands í kvöld.

Hér má sjá einkunnir íslenska liðsins úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 7
Öruggur í öllu sem hann gerði. Tyrkjum gekk brösuglega að ná almennilegum skotum en Hannes varði allt sem á markið kom.

Guðlaugur Victor Pálsson 7
Var með virkilega gott öryggi í hægri bakverðinum. Staða sem hann vonandi mun bara eflast í. Fékk verulega gott færi í uppbótartímanum.

Ragnar Sigurðsson 7
Raggi stóð fyrir sínu í hjarta varnarinnar.

Kári Árnason 8 - Maður leiksins
Alvanur því að vera hrikalega öflugur gegn Tyrkjum.

Ari Freyr Skúlason 6
Byrjaði í smá brasi en vann sig svo betur inn í þetta.

Birkir Bjarnason 7
Gleymdi sér aðeins þegar Tyrkir fengu dauðafæri í fyrri hálfleik en átti að öðru leyti góðan leik.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Fyrirliði á tveggja manna miðju og maður gerir alltaf miklar kröfur á okkar besta fótboltamann, fannst hann geta gert betur.

Arnór Ingvi Traustason 6
Átti rosalega tæklingu í seinni hálfleiknum þegar Tyrkir voru að geysast fram í hættulegri skyndisókn. Fór af velli á 63. mínútu en hann hafði orðið fyrir meiðslum.

Jón Daði Böðvarsson 5
Hefur oft fundið sig betur gegn Tyrkjum. Það vantaði hjá okkur að gera meira sóknarlega.

Alfreð Finnbogason 6
Fór meiddur af velli á 24. mínútu.

Kolbeinn Sigþórsson 7
Létt finna fyrir sér og átti nokkra öfluga spretti en fékk ekki nægilega góða hjálp.

Varamenn:

Arnór Sigurðsson 5
Kom inn vegna meiðsla Alfreðs á 24. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á sóknarleikinn.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Kom inn til að bæta við ógn í föstum leikatriðum og með löngum innköstum. Kom öflugur inn og átti stórhættulegan skalla sem var bjargaður á línu.

Mikael Anderson
Spilaði of stutt til að fá einkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner