Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   fim 14. nóvember 2019 12:35
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvenær Salah verður klár á nýjan leik
Óvíst er hvenær Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, verður klár í slaginn á nýjan leik.

Salah hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan Hamza Choudhury, miðjumaður Leicester, tæklaði hann í leik 5. október síðastliðinn.

Salah hefur spilað nokkra leiki síðan þá en meiðslin tóku sig aftur upp undir lok leiks gegn Manchester City um helgina.

Ljóst er að Salah spilar ekki með Egyptum í komandi leikjum en hann sást með spelku á æfingu egypska landsliðsins í vikunni.

Salah fær að vera með egypska landsliðinu í landsleikjahléinu í meðhöndlun vegna meiðslanna. Hins vegar er óvíst hvort hann nái sér í tæka tíð fyrir leikinn gegn Crystal Palace þann 23. nóvember.

Athugasemdir
banner
banner