David Coote, dómari í ensku úrvalsdeildinni, kom sér í heimsfréttirnar á dögunum þegar nokkurra ára gamalt myndband af honum hrauna yfir Jurgen Klopp og Liverpool fór í dreifingu.
Í kjölfarið birti The Sun grein þar sem sagt var frá myndbandi sem Coote tók sjálfur af sér sjúga línu af hvítu púðri upp í nefið.
The Sun hefur enn frekari upplýsingar um uppátæki Coote en þar segir að Coote hafi verið að skipuleggja 'dóp partý' í síðasta mánuði. Hann nýtti tímann fyrir leik og í hálfleik þegar Tottenham og Man City mættust í deildabikarnum en hann var fjórði dómari í leiknum.
Enska dómarasambandið er að rannsaka málið og hefur hann verið sendur í leyfi. Það er útlit fyrir að ferlinum hans sé lokið.
Athugasemdir