lau 14. desember 2019 19:24
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Haller hetja West Ham gegn Southampton
Haller fagnar marki sínu ásamt Snodgrass.
Haller fagnar marki sínu ásamt Snodgrass.
Mynd: Getty Images
Southampton 0 - 1 West Ham
0-1 Sebastian Haller ('37 )

Það má segja að lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hafi verið fallbaráttuslagur, þar mættust Southampton sem sat fyrir leikinn í 18. sæti með 15 stig og West Ham sem var með 16 stig einu stigi frá fallsæti.

Strax í upphafi leiks fór boltinn í net Southampton manna en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Á 37. mínútu dró til tíðinda en þá skoraði Sebastian Haller fyrir West Ham, stöngin inn eftir laglegt spil. Staðan 0-1 fyrir gestunum í hálfleik.

Michail Antonio skoraði annað mark West Ham í upphafi seinni hálfleiks en eftir að markið var skoðað í VAR kom í ljós að boltinn hafði farið í höndina á Antonio í aðdraganda marksins og því var markið dæmt af.

Ekki fór boltinn aftur í netið og 0-1 sigur West Ham staðreynd, þeir eru í 15. sæti eftir sigurinn með 19 stig. Southampton situr áfram í 18. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner