
Ekkja bandaríska íþróttafréttamannsins Grant Wahl, sem lést í fjölmiðlaaðstöðunni á HM í Katar, hefur staðfest að andlát hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti.
Celine Gounder var eiginkona Wahl og segir að krufning sem framkvæmd var í New York hafi leitt í ljós blæðingu í kringum hjarta hans.
Celine Gounder var eiginkona Wahl og segir að krufning sem framkvæmd var í New York hafi leitt í ljós blæðingu í kringum hjarta hans.
„Engin tegund af endurlífgunartilraunum hefðu getað bjargað honum. Andlát hans er ótengt Covid og bólusetningarstöðu," segir Gounder.
Wahl var gríðarlega virtur en fyrr á mótinu hafði hann verið hindraður aðgangur að leik þar sem hann var í regnbogabol. Þá hafði hann einnig fjallað um dauða verkamanna í aðdraganda mótsins.
Á dögunum var Grant Wahl verðlaunaður af FIFA og alþjóðlegu íþróttafréttasamtökunum AIPS fyrir að hafa fjallað um átta heimsmeistaramót. Hann mætti á öll HM frá því að keppnin var í Bandaríkjunum 1994.
Hann var 48 ára og starfaði fyrir CBS Sports. Áður vann hann hjá Sports Illustrated og Fox Sports. Árið 2009 gaf hann út bókina The Beckham Experiment sem fjallar um komu David Beckham í bandarísku MLS-deildina og áhrif hans á bandarískan fótbolta.
Hann hefur komið til Íslands og fjallað um íslenskan fótbolta en hér að neðan má sjá þátt sem hann gerði hér á landi.
Athugasemdir