Varnarmaðurinn Elvar Baldvinson mun ekki leika með Vestra á næsta tímabili en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Elvar er 27 ára gamall bakvörður sem hefur spilað síðustu tvö tímabil með Vestra.
Hann var mikilvægur partur af liðinu sem komst upp úr Lengjudeildinni á síðasta ári og hjálpaði þá liðinu að halda sæti sínu í Bestu deildinni á nýafstaðinni leiktíð.
Á þessum tveimur tímabilum spilaði hann 44 leiki í deild- og bikar en áður lék hann með Völsungi og Þór.
Vestri greinir frá því að Elvar og fjölskylda hans sé að flytja aftur á heimaslóðir.
Það er því alls ekki ólíkleg að hann sé á leið aftur í Völsung, sem mun spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir