Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 15. janúar 2020 14:28
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Pogba fari næsta sumar
Sky í Þýskalandi segir líklegt að Paul Pogba yfirgefi Manchester United í sumar.

Real Madrid og Juventus vilja bæði fá franska miðjumanninn.

Sky segir að þessi 26 ára leikmaður vilji frekar fara til Zinedine Zidane og lærisveina í Real Madrid.

United er sagt vilja halda Pogba út tímabilið þar sem fáir kostir til að fylla hans skarð eru fáanlegir í þessum mánuði.

Pogba hefur verið daglegur gestur á síðum enskra götublaða og sífellt verið að fjalla um að hann vilji fara frá Old Trafford.
Athugasemdir
banner