Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. janúar 2022 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard: Varð að segja sannleikann í hálfleik
Gerrard var sáttur með allt nema fyrstu 25 mínúturnar.
Gerrard var sáttur með allt nema fyrstu 25 mínúturnar.
Mynd: EPA
„Við byrjuðum leikinn ekki vel og vorum verri aðilinn í 25 mínútur," sagði Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Fyrsta markið þeirra lá í loftinu og við litum ekki vel út. Við áttum það svo sannarlega skilið að vera undir í hálfleik. Ég varð að segja sannleikann í hálfleik og viðbrögðin voru frábær."

Seinni hálfleikurinn var mun betri fyrir Villa, en þeir lentu 2-0 undir. Þeir gáfust samt ekki upp, spiluðu vel og náðu að jafna metin.

„Við fengum á okkur mark gegn gangi leiksins en við fórum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Við sýndum karakter og höfðum trú á verkefninu. Ég get sætt mig við mistök þegar menn eru að reyna að gera rétt en ég get ekki sætt mig við það hvernig við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar."

„Við skoruðum tvö frábær mörk og varamennirnir komu sterkir inn. Við brettum upp ermar, unnum einvígi og vorum jákvæðir í okkar leik," sagði Gerrard. Hann hrósaði hinum efnilega Jacob Ramsey sérstaklega. Hann var öflugur í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner