Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton kallar leikmann til baka og sendir hann til Frakklands
Mynd: St. Etienne
Franski vinstri bakvörðurinn Niels Nkounkou er farinn aftur heim til Frakklands en hann gengur til liðs við St. Etienne á láni frá Everton.

Everton kallaði Nkounkou til baka úr láni frá Cardiff City en hann spilaði 18 leiki fyrir félagið í ensku B-deildinni á tímabilinu.

Frakkinn á sjö leiki að baki fyrir aðallið Everton en sex af þessum leikjum komu tímabilið 2020-2021.

Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Standard Liege í Belgíu þar sem hann spilaði 25 leiki.

Frammistaða hans með Cardiff heillaði forráðamenn St. Etienne og ákvað Everton því að kalla hann til baka og lána varnarmanninn til Frakklands.

St. Etienne spilar í frönsku B-deildina eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu eftir síðasta tímabil. Fallið var þungt fyrir klúbbinn sem er nú í neðsta sæti B-deildarinnar með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner