Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 15. janúar 2023 14:50
Aksentije Milisic
Mudryk: „Risa félag í frábærri deild" - Hlakkar til að vinna með Potter
Mættur á Brúnna.
Mættur á Brúnna.
Mynd: EPA

Mykhailo Mudryk er genginn í raðir Chelsea en þetta staðfesti félagið rétt í þessu.


Hann er mættur á Stamford Bridge þar sem hann er að fylgjast með Chelsea spila gegn Crystal Palace. Mudryk skrifaði undir 8 og hálfs árs samning.

Chelsea borgar 62 milljónir punda fyrir Úkraínumanninn en sú upphæð gæti endað í 88 milljónum punda með bónusgreiðslum.

„Ég er svo glaður með að hafa skrifað undir hjá Chelsea," sagði kappinn.

„Þetta er risa félag í frábærri deild. Þetta er mjög spennandi verkefni. Ég er spenntur að hitta nýju liðsfélagana."

„Ég hlakka til að vinna og læra undir stjórn Graham Potter og hans teymi,"
 sagði Mudryk við undirskriftina.

Hann verður í treyju númer 15 hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner