Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. febrúar 2020 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta hafði betur gegn Roma
Mario Pasalic var á skotskónum í kvöld
Mario Pasalic var á skotskónum í kvöld
Mynd: Getty Images
Atalanta 2 - 1 Roma
0-1 Edin Dzeko ('45 )
1-1 Jose Luis Palomino ('50 )
2-1 Mario Pasalic ('59 )

Ítalska liðið Atalanta vann Roma 2-1 í 24. umferð Seríu A í kvöld en þetta var annar endurkomusigur liðsins í röð.

Bosníumaðurinn Edin Dzeko kom Roma yfir undir lok fyrri hálfleiks með laglegu skoti eftir að hafa unnið boltann af Jose Luis Palomino en hann bætti þó upp fyrir það í byrjun síðari hálfleiks.

Hann skoraði þá eftir hornspyrnu Papu Gomez áður en Mario Pasalic tryggði sigurinn með marki á 59. mínútu.

Atalanta er í 4. sæti með 45 stig en Roma sæti neðar með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner