Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. febrúar 2020 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Jafnt hjá KA og Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 1 - 1 Fylkir
0-0 Hallgrímur Jónasson KA, misnotað víti ('8)
0-1 Ólafur Ingi Skúlason ('16)
1-1 Almarr Ormarsson ('20)

KA og Fylkir skildu jöfn í fyrstu umferð Lengjubikars karla. Leikið var í Boganum og var fyrri hálfleikur líflegur.

Heimamenn fengu vítaspyrnu strax á áttundu mínútu en Hallgrímur Jónasson brenndi af. Ólafur Ingi Skúlason refsaði Akureyringum með því að skora átta mínútum síðar.

Gleði Árbæinga var þó skammlíf því Almarr Ormarsson jafnaði leikinn skömmu síðar.

Meira var ekki skorað í leiknum og þurfa efstudeildarliðin að deila stigunum á milli sín.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner