Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 15. apríl 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki slæmt fyrir leikmann úr Championship deildinni"
Mynd: EPA
Jude Bellingham var svekktur í leikslok eftir 1-2 tap á heimavelli gegn Manchester City í gær.

Bellingham er sautján ára miðjumaður sem kom til Dortmund fyrir leiktíðina frá Birmingham. Hann skoraði í gær sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni og um liðna helgi skoraði hann sitt fyrsta deildarmark.

Jude var spurður út í leiktíðina í heild sinni til þessa.

„Ekki slæmt fyrir leikmann úr Championship deildinni," sagði Bellingham.

„Þetta var smá brekka í byrjun en eftir leikinn gegn Lazio hef ég átt mínar bestu frammistöður í Meistaradeildinni. Mér finnst frábært að spila fyrir þetta félag," bætti Bellingham við.

Lestu meira um Bellingham og gærkvöldið:
Guardiola um Bellingham: Kannski er hann lygari!
„Persónulegur sigur en að vinna er það sem telur og við gerðum það ekki"


Athugasemdir
banner
banner