Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 18:19
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fram og Víkings: Óskar Örn á bekknum - Ein breyting hjá Fram
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Í kvöld klukkan 19:15 hefst leikur Fram og Víkings á Lambhagavellinum í 2. umferð Bestu deildar karla. Bæði lið unnu leikina sína í 1. umferðinni 2-0. Víkingur gegn Stjörnunni, í opnunarleiknum, og Fram gegn Vestra. Núna er klukkutími í að leikurinn hefst og byrjunarliðin voru að detta í hús.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinu í opnunarleiknum gegn Stjörnunni. Gísli Gottskáld og Ari Sigurpálsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Daniel Dejan Djuric og Matthías Vilhjálmsson.

Framarar eru greinilega sáttir með þá leikmenn sem byrjuðu gegn Vestra og gera einungsi eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Vestra. Jannik Pohl dettur úr byrjunarliðinu fyrir Magnús Þórðarson.


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 7 5 0 2 17 - 10 +7 15
3.    Valur 7 4 2 1 11 - 6 +5 14
4.    Fram 7 3 3 1 8 - 5 +3 12
5.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
6.    ÍA 7 3 1 3 15 - 10 +5 10
7.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
8.    Stjarnan 7 3 1 3 9 - 9 0 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner