Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   þri 15. apríl 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona ekki komist í undanúrslit síðan liðið tapaði stórt á Anfield
Mynd: EPA
Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sex ár eftir sigur á Dortmund. Barcelona rúllaði yfir Dortmund 4-0 í Þýskalandi í fyrri leiknum en tapaði 3-1 í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn síðan liðið tapaði á tímabilinu 2018-2019 gegn Liverpool í ótrúlegu einvígi. Barcelona vann heimaleikinn 3-0 en Liverpool kom til baka á Anfield og vann 4-0. Liverpool vann Tottenham í úrslitum í kjölfarið.

Liðið steinlá ári seinna gegn Bayern samanlagt 8-2 en þá var Hansi Flick, núverandi stjóri Barcelona, stjóri Bayern. Næstu tvö tímabil á eftir féll liðið úr leik í riðlakeppninni.

Á síðustu leiktíð vann liðið fyrri leikinn 3-2 gegn PSG í 8-liða úrslitum undir stjórn Xavi en tapaði seinni leiknum 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner