Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 12:47
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Björn hættur með HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK er búið að gefa frá sér yfirlýsingu sem segir Brynjar Björn Gunnarsson vera búinn að segja af sér sem aðalþjálfari meistaraflokks karla.


Brynjar Björn er hættur eftir tæp fimm ár hjá HK til að taka við Örgryte í Svíþjóð. Þar verður þrautin þung í ljósi þess að Örgryte situr á botni B-deildarinnar þar í landi með tvö stig eftir sjö umferðir.

Brynjar Björn tók við HK í næstefstu deild, kom þeim upp og hélt þeim í efstu deild í þrjú ár áður en liðið féll aftur niður síðasta haust. 

„Ég vil þakka HK kærlega fyrir tækifærið sem ég fékk sem aðalþjálfari félagsins. Síðustu ár hafa verið afskaplega góð og skemmtileg og kveð ég félagið, samstarfsmenn og liðið með söknuði. HK hefur alla burði til að vinna Lengjudeildina í ár og spila í Bestu deildinni að ári liðnu," sagði Brynjar Björn.

„HK þakkar Brynjari Birni kærlega fyrir hans framlag, árangur og samstarf síðustu 4 ½ ár. Jafnframt óskar HK Brynjari Birni velfarnaðar á nýjum vetvangi," segir meðal annars í yfirlýsingu HK.

Sjá einnig:
Brynjar Björn að hætta hjá HK til að taka við Örgryte


Athugasemdir
banner
banner
banner