Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 15. júní 2020 22:01
Kristófer Jónsson
Óli Stígs: Ekki okkar besti leikur
Óli var svekktur með tapið.
Óli var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Stígsson, annar þjálfari Fylkis, var að vonum súr eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar arla í kvöld. Sigurmark Stjörnunnar kom í uppbótartíma.

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Strákarnir voru þvílíkt duglegir allan leikinn og sýndu mikla vinnusemi og baráttu þannig að það er frekar svekkjandi að ná ekki stigi." sagði Óli eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

Fylkismenn byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 1-0 yfir þegar að minna en mínúta var liðin af leiknum. Eftir það tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum.

„Við lögðum upp með að byrja af krafti sem að heppnaðist. Eftir það féllum við kannski of mikið til baka, en það er bara eitthvað sem að gerist stundum og við verðum að vinna með það."

Hjá Fylki byrjuðu þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Djair Parfitt-Williams en þeir voru báðir fengnir fyrir tímabilið. Þá kom Arnór Gauti Jónsson einnig inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

„Þeir voru bara flottir. Auðvitað var þetta ekki okkar besti leikur spillega séð en ég get ekki tekið af þeim dugnaðinn og vinnusemina." sagði Óli um nýju leikmennina.

Nánar er rætt við Óla Stígs í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner