Ólafur Stígsson, annar þjálfari Fylkis, var að vonum súr eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar arla í kvöld. Sigurmark Stjörnunnar kom í uppbótartíma.
„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Strákarnir voru þvílíkt duglegir allan leikinn og sýndu mikla vinnusemi og baráttu þannig að það er frekar svekkjandi að ná ekki stigi." sagði Óli eftir leikinn.
„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Strákarnir voru þvílíkt duglegir allan leikinn og sýndu mikla vinnusemi og baráttu þannig að það er frekar svekkjandi að ná ekki stigi." sagði Óli eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Fylkir
Fylkismenn byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 1-0 yfir þegar að minna en mínúta var liðin af leiknum. Eftir það tóku Stjörnumenn öll völd á vellinum.
„Við lögðum upp með að byrja af krafti sem að heppnaðist. Eftir það féllum við kannski of mikið til baka, en það er bara eitthvað sem að gerist stundum og við verðum að vinna með það."
Hjá Fylki byrjuðu þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Djair Parfitt-Williams en þeir voru báðir fengnir fyrir tímabilið. Þá kom Arnór Gauti Jónsson einnig inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
„Þeir voru bara flottir. Auðvitað var þetta ekki okkar besti leikur spillega séð en ég get ekki tekið af þeim dugnaðinn og vinnusemina." sagði Óli um nýju leikmennina.
Nánar er rætt við Óla Stígs í spilaranum að ofan.
Athugasemdir