Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júní 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvað verður um Torreira?
Mynd: EPA
Lucas Torreira lék með ítalska félaginu Fiorentina í vetur. Þar var hann á láni frá Arsenal og vildi ítalska félagið kaupa Torreira í vor og leikmaðurinn var sjálfur tilbúinn að vera áfram á Ítalíu.

Fiorentina bauð í Torreira en ekki þær 15 milljónir evra sem Arsenal setti í lánssamninginn sem mögulegt kaupákvæði. Arsenal neitaði tilboði Fiorentina og mun hann ekki fara þangað í sumar.

Torreira á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en ólíklegt þykir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, finni hlutverk fyrir hann í liði sínu. Það er sennilegast að leikmaðurinn óski eftir því að fá að fara annað á láni.

Torreira er úrúgvæskur miðjumaður sem gekk í raðir Arsenal frá Sampdoria sumarið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner