Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Ítalíu og Albaníu: Scamacca og Broja leiða línurnar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalía spilar við Albaníu í lokaleik dagsins á Evrópumótinu og er um afar áhugaverðan slag að ræða þar sem langflestir leikmenn vallarins spila í ítalska boltanum.

Allir nema tveir í byrjunarliði Ítalíu leika í Serie A deildinni, þar sem Gianluca Scamacca leiðir sóknarlínuna með Federico Chiesa og Lorenzo Pellegrini fyrir aftan sig.

Jorginho, miðjumaður Arsenal, er þá einnig í byrjunarliðinu ásamt Gianluigi Donnarumma, markverði PSG. Inter á flesta fulltrúa í byrjunarliðinu, 4, sem leikur í fyrsta sinn undir stjórn Luciano Spalletti á stórmóti.

Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, er á bekknum hjá Ítölum ásamt leikmönnum úr ítalska boltanum.

Í byrjunarliði Albana eru fjórir leikmenn úr ítalska boltanum og má finna fjóra í viðbót á varamannabekknum.

Varnarmennirnir Elseid Hysaj, Lazio, og Berat Djimsiti, Atalanta, byrja í varnarlínunni á meðan Nedim Bajrami, Sassuolo, og Kristjan Asllani, Inter, byrja á miðjunni.

Armando Broja, framherji Chelsea, leiðir sóknarlínu Albana.

Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Calafiori, Bastoni, Dimarco, Barella, Jorginho, Frattesi, Pellegrini, Chiesa, Scamacca

Albanía: Strakosha, Hysaj, Djimsiti, Ajeti, Mitaj, Asllani, Ramadani, Bajrami, Asani, Seferi, Broja
Athugasemdir
banner
banner