Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   lau 15. júní 2024 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Spánverjar þremur yfir í hálfleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánn er þremur mörkum yfir gegn Króatíu í fyrsta stórleik Evrópumótsins í Þýskalandi.

Leikurinn fór afar rólega af stað en um leið og fyrsta markið leit dagsins ljós óðu bæði lið í færum.

Álvaro Morata slapp í gegn eftir laglega stungusendingu frá Fabián Ruiz á 29. mínútu og gerði vel að klára einn gegn markmanni.

Sjáðu fyrsta markið

Króatar gerðu sig líklega til að jafna strax en tókst það ekki, þess í stað prjónaði Ruiz sig í gegn á hinum enda vallarins og skoraði gott mark eftir laglegt einstaklingsframtak. Ruiz lék skemmtilega á varnarmenn Króata í litlu plássi til að tvöfalda forystuna.

Sjáðu annað markið

Króatar vöknuðu til lífsins við þetta og fengu nokkur afar góð marktækifæri, en það vantaði herslumuninn fyrir boltann til að rata í netið.

Dani Carvajal skoraði svo þriðja mark Spánverja eftir góða fyrirgjöf frá hinum 16 ára Lamine Yamal, sem kom þvert gegn gangi leiksins eftir mikinn sóknarþunga Króata rétt fyrir leikhlé.

Sjáðu þriðja markið

Staðan var því 3-0 í hálfleik og er seinni hálfleikurinn farinn af stað, þar sem bæði lið hafa fengið verulega góð færi en ekki tekist að bæta við marki.

Lamine Yamal komst nálægt því að skora sitt fyrsta mark á stórmóti en Dominik Livakovic varði meistaralega frá honum til að halda stöðunni í 3-0. Þá er hreint ótrúlegt að Króötum hafi enn ekki tekist að skora mark.

Evrópumótið er sýnt í beinni útsendingu á RÚV
Athugasemdir
banner
banner
banner