fim 15. júlí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar fór í aðgerð á liðþófa
Á U21 landsliðsæfingu í nóvember í fyrra.
Á U21 landsliðsæfingu í nóvember í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson, leikmaður Riga FC í Lettlandi, hefur ekki byrjaði leik síðan 17. apríl.

Fótbolti.net hafði samband við Axel í gær og greindi hann frá því að hann hefði farið í aðgerð síðasta fimmtudag.

„Ég fór í litla aðgerð á liðþófanum síðasta fimmtudag," sagði Axel Óskar.

„Þetta á að vera mánuðir í endurhæfingu og svo á ég að vera klár," bætti hann við.

Riga er í 2. sæti deildarinnar í Lettlandi en féll út í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Malmö í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner